Umsögn „fræðimanns“ til varðveislu

Hér neðst getur að líta frétt Ríkisútvarpsins frá 26. janúar, en strax þann dag komu fram hugmyndir frá Gunnari Helga Kristinssyni, „skrímslafræðing“ Háskólans, um að hundsa ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings. Hann leggur til að þau 25 sem flest fengu atkvæðin verði skipuð í stjórnlagaþingsnefnd. Röksemdafærslan gegn því að kjósa aftur er yndisleg; í ...

Ráða hér lausnir bananalýðveldisins?

Umræðan um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings er nú komin út og suður. Og allt fer það að óskum spunaliða Samfylkingarinnar með fullum stuðningi Ríkisútvarpsins. Nú er reynt að hanna alls konar ferla í kjölfar ógildingarinnar.  Þeir eiga að hafa það að markmiði að sá hópur, sem ekki hlaut gilda kosningu til stjórnlagaþings, verði einfaldlega kosinn ...

Er óþarfi að fara að lögum?

Hæstiréttur komst að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að kosningar til stjórnlagaþings bæri að ógilda. Engin önnur niðurstaða kom í raun til greina ef dæma átti eftir lögum. Það gilda lög í þessu landi um kosningar. Í umræðum í kjölfar ógildingarinnar ber nokkuð á fráleitri rökræðu. Hún kemur frá stjórnmálamönnum Samfylkingar og VG, og spunaliðum þeirra. Að sjálfsögðu ...

Stjórnmálafræðingur bananalýðveldisins

Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur Ríkisútvarpsins, hefur nú lagt til að Alþingi einfaldlega skipi þá 25, er kjörnir voru ólögmætum hætti í kosningum til stjórnlagaþings, í nefnd. Væntanlega svokallaða stjórnlagaþingsnefnd. Þannig látum við eins og ekkert hafi í skorist og höldum leiknum áfram. Líta fram hjá því að kosningarnar voru dæmdar ógildar af Hæstarétti. Gunnar Helgi grípur ...

Ekki sama listi og listi

Í tilefni stjórnlagaþingskosninga eru nú í gangi alls konar listar yfir frambjóðendur sem eintakir hópar eru að mæla með. Þannig er til listi yfir frambjóðendur sem ekki ætla að beita sér með auglýsingum, en reyndar skilgreina þeir heimasíður, Facebook síður og hringingar ekki sem auglýsingar. Til er tveir listar hjá Vantrú yfir þá sem vilja ...

Tökum þátt í leiknum – kjósum

Í grein sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag sagði ég m.a.: “Framundan eru kosningar til stjórnlagaþings. Þings sem, ásamt þjóðfundi, á eftir að kosta skuldsetta þjóð tæplega miljarð króna. En það gerir ekkert til. Við bætum þessum kostnað við vel yfir eitt þúsund miljarða króna sem við skuldum hvort sem er. Við sendum komandi ...

Hagmunasamtökum svarað

Frambjóðendum til stjórnlagaþings hefur verið að berast tölvupóstur frá ýmsum hagsmunasamtökum sem óska svars um afstöðu viðkomandi til þess málaflokks sem standur þeim næst. Þannig hafa umhverfisverkfræðingar, 4x4 klúbburinn, biskupsstofa, o.fl. sent út spurningalista. Ég gerði þau mistök að svara biskupsstofu. Mistök segi ég, vegna þess að auðvitað er eitthvað að þegar hagsmunasamtök fara af stað í ...

Uppskrift að einokun

Þann 17. nóvember barst mér (og líklega öðrum frambjóðendum til stjórnlagaþings) ábendingar Ríkisendurskoðunar  um hvernig fara skuli með uppgör kostnaðar og styrkja vegna framboðs til stjórnlagaþings. Áréttað er að frambjóðendur mega aðeins eyða 2 miljónum króna til að koma sér á framfæri. Þannig eiga allir þeir sem sem starfað hafa við fjölmiðlum og/eða verið áberandi ...

Ertu hættur að berja ömmu þína?

DV hefur boðið frambjóðendum til stjórnlagaþings að svara spurningum á netinu um afstöðu frambjóðenda til ýmissa breytinga á henni. Síðan geta kjósendur farið á netið, svarað sömu spurningum og, af því er virðist, fundið út hvaða frambjóðendur svari samsvari helsti skoðunum kjósendans. Einfalt og skemmtilegt, ekki satt? Sem einn frambjóðenda var mér boðið að svara þessari laufléttu ...

Hrunið og stjórnarskráin

Páll Skúlason, prófessor, og fyrrum rektor Háskóla Íslands, var fenginn til að halda erindi á stofnfundi Stjórnarskrárfélagsins 4. október sl. og erindi hans má finna í heild sinni á heimasíðu Stjórnarskrárfélagsins. Erindi Páls er fróðlegt og hefur vafalítið komið einhverjum stofnenda félagsins nokkuð á óvart. Að minnsta kosti ef marka má orð formannsins í sjónvarpi í ...

Framboð til stjórnlagaþings

Höf. 18, 10, 2010 0 Permalink 0

Ég er í hópi yfir 400 manna og kvenna sem bjóða sig fram til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaþing, og þau útgjöld sem því fylgja, á þessum tíma, er hrein fásinna. Að eyða skuli yfir 500 miljónum króna til að halda stjórnlagaþing meðan skorið er miskunnarlaust niður í velferðarmálum og skuldum safnað, sem börnum okkar er ætlað að ...