Það er eðli flestra, ef ekki allra, hagsmunasamtaka, að vinna að því hörðum höndum að afla félögum sínum einhvers konar hlunninda umfram aðra. Og flest sækja þau á hið opinbera um úthlutun slíkra hlunninda á kostnað neytenda og/eða skattborgara. Það er engin nýlunda að verklýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda vilji senda reikning samninga sinni til hins opinbera ...
Enn þynnist röksemdafærslan
Fréttastofa Ríkisútvarpsins bregst ekki hlutverki sínu sem sverð og skjöldur núverandi ríkisstjórnar. Í Speglinum í kvöld var rætt við Svan Kristjánsson sem auðvitað er yfir sig hneykslaður á því að forsetinn skuli hafa hafnað staðfestingu á nýju Icesave lögunum. Og ein helsta fréttin í sex fréttum tilvitnun í hann. Svanur segir ákvörðun forseta ekki málefnalega því hún ...