Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor verður haldið 9. nóvember. Lítið fer fyrir þessu prófkjöri og líklegt að þegar rólegt er í kringum prófkjör verði það þeir sem fyrir sitja sem helst hagnast. En er ástæða til að verðlauna alla sitjandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Nesinu? Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fór mikið fyrir því gríni ...
Skerum niður, lækkum skatta
Matthew Elliott, annar stofnanda bresku skattgreiðendasamtakanna, kom hingað og hélt skemmtilega og fróðlega fyrirlestra 20. og 21. september. Samtök hans hafa tekið saman margskonar upplýsingar um sóunina hjá hinu opinbera í Bretlandi og sýnt fram á að skera má ríkisútgjöld verulega niður án skerðingar grunnþjónustunnar. Því er líkt farið hér á Íslandi. Hér hefur undanfarin ár ...
Skattleggjum ljósritunarpappír
Uppi er nú hugmyndir um að leggja skatt á fyrirtæki sem sjá okkur fyrir internet þjónustu. Hugmyndin að baki þessu er að niðurhal skaði tekjur rétthafa tónlistar, kvikmynda, bóka o.s.frv. Nú skal ekki um það deilt að hluti niðurhals er líklega ólöglegt niðurhal á kvikmyndum, og tónlist og öðru rétthafavörðu efni. En skattur á allt niðurhal, ...
Hagfræði hægfara dauða
Fjárlagafrumvarp næsta árs færir íslenskum almenningi enn meira af sömu gatslitnu ráðunum og síðasta frumvarp – þyngri skatta og takmarkaðan niðurskurð. Skattatillögurnar bera allar keim af því að enn hafi Indriði H. Þorláksson haft hönd í bagga. Skattar er auknir svo sem mest má, og kreppan því framlengd og dýpkuð. Geta íslenskir skattborgarar ekki sett nálgunarbann ...
Pétur Blöndal er einstakur stjórnmálamaður
Í Fréttablaðinu í dag er langt viðtal við Pétur Blöndal, alþingismann, sem allir hefðu gott af að lesa. Boðskapur Péturs er ekki nýr, en hann er uppskrift að bættum kjörum okkar allra. Hann bendir á að hækkun skatta hefur kæfandi áhrifi á alla atvinnustarfsemi. Flókið skattkerfi er dýrt og skilar litlu. Lægri skattar og einfaldara skattkerfi ...
Krafa um skert lífeyrisréttindi
Krafan um flata niðurfellingu skulda er krafa um skert lífeyrisréttindi allra annarra en opinberra starfsmanna. Við hrunið töpuðu allir lífeyrissjóðir landsmanna stórfé. En aðeins einn hópur mun fá það bætt að fullu frá skattborgurum þessa lands; opinberir starfsmenn. Og nú er sú krafa gerð til lífeyrissjóðanna í landinu að þeir fjármagni (ásamt skattborgurum) almenna niðurfærslu skulda. ...
Ríkisútvarpið í stríði við skattgreiðendur
Fram hefur komið að starfsmannafjöldi Ríkisútvarpsins hefur haldist nær óbreyttur, eða um 300, á skipunartíma Páls Magnússonar sem útvarpsstjóra. Athygli vekur að við fækkun stafsmanna núna virðist fyrst og fremst ráðist að þeim sem eru að „framleiða vöruna“ . Fækkunin kemur þannig aðallega niður á dagskrárgerðarfólki og fréttamönnum. Enginn spyr um stoðdeildir RÚV og niðurskurðurinn ...
Hvað eru tveir milljarðar milli vina?
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sýndi mikið þekkingarleysi á rekstri þegar hún fjallaði um ráðstöfunarfé og framlög til Ríkisútvarpsinsí ljósi hagræðingarkröfu. Svo virðist sem hún og hagsmunaaðilar tengdir Ríkisútvarpinu telji að tgerðin kosti ríflega 3 milljarða á ári. Þessa firru má sjá einnig sjá í athugasemd Sigmars Guðmundssonar á blogginu hans, þar sem hann sagði að þrír milljarðar ...
Hvers eiga skattgreiðendur að gjalda?
Tökum dæmi af þremur einstaklingum. Allir áttu þeir 15 miljónir króna árið 2006. Einn ákveður að geyma pening sinn á banka og eiga til taks síðar. Annar kýs að fjárfesta í íbúð fyrir fjölskylduna og kaupir eign á þrjátíu miljónir króna. Útborgunin er 15 miljónir, en hjá Íbúðalánasjóð fær hann lánaðar aðrar 15 miljónir. Sá þriðji ...
Hrói höttur safnar fyrir fógetann!
Vinstri menn líkja oft tekjujöfnun í gegnum skattkerfi við hlutverk þjóðsagnapersónunnar Hróa hattar. Og nú síðast var teiknimynd af Steingrími J. í hlutverki Hróa hattar í Fréttablaðinu laugardaginn 21. nóvember. Hrói höttur skattlagði þá riku (með þjófnaði) og aðstoðaði þá fátæku Skattkerfisbreytingin sem nú á að framkvæma er hins vegar af allt öðrum toga. Nú ...