Ráðherrann Árni Páll hættir seint að koma á óvart. Ný nýlega stóð hann upp á þingi og lýsti því fjálglega yfir að hann væri að sjálfsögðu hlynntur flötum afskriftum skulda. Slíkar afskriftir þyrftu aðeins að uppfylla tvö skilyrði; það mætti ekki kosta ríkið, þ.e. Íbúðalánasjóð, né lífeyrissjóðina neitt! Hvernig er hægt að bulla svona? Af hverju ...
Siðmenntuð forræðishyggja?
Sérkennileg umræða er nú hafin í kjölfar þess að Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar vill láta banna auglýsingar frá trúfélögum og hvers konar sálmasöng og „listsköpun í túarlegum tilgangi“ (og fleiri tengingar við kirkjuna) í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Hefur þetta verið mikið hjartans mál hóps sem kallar sig „Siðmennt“ og á nú eigin fulltrúa í Mannréttindaráði á ...
Skjaldmeyja öreiganna eða útrásarvíkinganna?
Hann stóð með hnefann á lofti og söng Nallann á þingi BSRB. Hann hélt líka ræðu við sama tækifæri sem helst minnti á tölur gömlu kommanna (sem nú vinna flestir í ráðuneytum eða Seðlabanka) upp úr ´68 þar sem atvinnurekendur voru aldrei nefndir annað en arðræningjar og launamenn öreigar. Hann sagði m.a.: “Við eigum að standa ...
Byltingin étur börnin sín
Fáar byltingar hafa étið börnin sín jafn fumlaust og fljótt og svökölluð “búsáhaldabylting”. Með reiðihrópum og ógn var vikum saman mótmælt við Alþingi, Stjórnarráðið, Seðlabankann o.s.frv. Og þingmenn VG hlupu inn og út úr þinghúsinu til að eggja byltingarfólkið og leiðbeina því. Og byltingarsinnunum varð að ósk sinni. Stjórnin fell, efnt var til kosninga og “Nýtt ...
Gengisfall spámanna
Athygli vekur hversu hljótt bágborið gengi íslensku krónunnar hefur farið. Talsmenn Samfylkingarinnar hömruðu á því í kjölfar hrunsins að skipta þyrfti um Seðlabankastjóra og bæta þannig trúverðugleika bankans. Með því mætti lækka stýrivexti og styrkja gengi íslensku krónunnar. Allt með því að fá í bankann „fagmann" bankann eins og það var kallað. Staðreyndin er hins vegar ...