Rás 2 skotmark hryðjuverkamanna?

Fréttablaðið birtir grein eftir Hermann Stefánsson, rithöfund, sl. þriðjudag þar sem hann mótmælir hugmyndum um sparnað hjá Ríkisútvarpinu. Reyndar gagnrýnir höfundur greinarinnar það sem hann kallar reikningskúnstir, en leysir jafnframt fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins með bráðsnjöllum hætti: Það tekur því ekki að blanda sér í reikningskúnstirnar að öðru leyti en því að nefna að ekkert bendir til annars en að það sé ...

Aumt yfirklór fréttamanns

Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, var í gestur í Bítinu á Bylgjunni föstudaginn 16. ágúst í kjölfar ásakana Vigdísar Hauksdóttur um vinstri slagsíðu fréttastofu Ríkisútvarpsins. Enginn þarf að efast um þá slagsíðu, eða stuðning fréttastofunnar við ESB umsóknina, eins og ótal dæmi hafa sýnt á undanförnum árum. En eins og Óðinn Jónsson og Páll Magnússon áður, ...

Umsögn „fræðimanns“ til varðveislu

Hér neðst getur að líta frétt Ríkisútvarpsins frá 26. janúar, en strax þann dag komu fram hugmyndir frá Gunnari Helga Kristinssyni, „skrímslafræðing“ Háskólans, um að hundsa ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings. Hann leggur til að þau 25 sem flest fengu atkvæðin verði skipuð í stjórnlagaþingsnefnd. Röksemdafærslan gegn því að kjósa aftur er yndisleg; í ...

Er óþarfi að fara að lögum?

Hæstiréttur komst að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að kosningar til stjórnlagaþings bæri að ógilda. Engin önnur niðurstaða kom í raun til greina ef dæma átti eftir lögum. Það gilda lög í þessu landi um kosningar. Í umræðum í kjölfar ógildingarinnar ber nokkuð á fráleitri rökræðu. Hún kemur frá stjórnmálamönnum Samfylkingar og VG, og spunaliðum þeirra. Að sjálfsögðu ...

Stjórnmálafræðingur bananalýðveldisins

Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðingur Ríkisútvarpsins, hefur nú lagt til að Alþingi einfaldlega skipi þá 25, er kjörnir voru ólögmætum hætti í kosningum til stjórnlagaþings, í nefnd. Væntanlega svokallaða stjórnlagaþingsnefnd. Þannig látum við eins og ekkert hafi í skorist og höldum leiknum áfram. Líta fram hjá því að kosningarnar voru dæmdar ógildar af Hæstarétti. Gunnar Helgi grípur ...

Ríkiisútvarpið skuldar skýringu á “skuld”

Þrátt fyrir vinsamlega tilmæli mín frá 8. desember sl. til Óðins Jónssonar heldur fréttastofa RÚV sig enn við það að kalla Icesave kröfu Breta og Hollendinga “skuld”. Nú síðast í kvöldfréttum sjónvarpsins var það Bolli Ágústsson. Og á vef Ríkisútvarpsins má líka finna þennan texta úr þessari frétt sjónvarpsins: “Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Nýja Landsbankann af ...

Icesave “skuld” Ríkisútvarpsins

Þennan tölvupóst sendi ég 8. desember til fréttastjóra Ríkisútvarpsins: “Sæll Óðinn, Um langt skeið hefur fréttastofa RÚV haldið uppi skefjalausum áróðri fyrir samþykki Íslendinga á kröfu Breta og Hollendinga vegna Icesave. Alvarlegasti hluti þess máls, sem að RÚV snýr, er að í sífellu er tönglast á því að verið sé að semja um Icesave "skuld" Íslendinga. Hvað kemur fréttastofu RÚV, ...

Ríkisútvarpið í stríði við skattgreiðendur

Fram hefur komið að starfsmannafjöldi Ríkisútvarpsins hefur haldist nær óbreyttur, eða um 300, á skipunartíma Páls Magnússonar sem útvarpsstjóra.  Athygli vekur að við fækkun stafsmanna núna virðist fyrst og fremst ráðist að þeim sem eru að „framleiða vöruna“ . Fækkunin kemur þannig aðallega niður á dagskrárgerðarfólki og fréttamönnum.  Enginn spyr um stoðdeildir RÚV  og niðurskurðurinn ...

Hvað eru tveir milljarðar milli vina?

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sýndi mikið þekkingarleysi á rekstri þegar hún fjallaði um ráðstöfunarfé og framlög til Ríkisútvarpsinsí ljósi hagræðingarkröfu.  Svo virðist sem hún og hagsmunaaðilar tengdir Ríkisútvarpinu telji að tgerðin kosti ríflega 3 milljarða á ári.  Þessa firru má sjá einnig sjá í athugasemd Sigmars Guðmundssonar á blogginu hans, þar sem hann sagði að þrír milljarðar ...

Enn þynnist röksemdafærslan

Fréttastofa Ríkisútvarpsins bregst ekki hlutverki sínu sem sverð og skjöldur núverandi ríkisstjórnar. Í Speglinum í kvöld var rætt við Svan Kristjánsson sem auðvitað er yfir sig hneykslaður á því að forsetinn skuli hafa hafnað staðfestingu á nýju Icesave lögunum. Og ein helsta fréttin í sex fréttum tilvitnun í hann. Svanur segir ákvörðun forseta ekki málefnalega því hún ...

Hvaða skuldbindingar þjóðarinnar?

Höf. 6, 1, 2010 0 , , Permalink 0

Hvernig væri nú að fréttamenn, álitsgjafar og stjórnmálamenn hætti að tala um skuldbindingar Íslendinga á Icesave innlánsreikningunum? Jafnvel þau lög, sem forsetinn hefur nú neitað að staðfesta, taka skýrt fram, að engin viðurkenning er á skuldbindingu hvað þetta varðar. Látum andstæðinga okkar um að tala um skuldbindingar. Nokkuð sem hvergi er hægt að finna stafkrók um. ...

Lesa ríkisfréttamenn ekki blöðin eða vefmiðlana?

Nú í morgun var birt skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið um Icesave ábyrgðina. Í könnuninni kemur fram að um 70% þjóðarinnar vilja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu og 61,4% telja að breytingarnar sem gerðar voru á fyrirvörum Alþingis á upphaflega frumvarpinu hafi verið til hins verra. Um þessa könnun hefur matt lesa á öllum helstu vefmiðlunum s.s. mbl.is, ...

Ríkisútvarpið „fjallar” um sparnaðartillögur SUS

Höf. 13, 11, 2009 0 , , Permalink 0

Í gær litu dagsins ljós athyglisverðar tillögur Sambands ungra sjálfstæðismanna um sparnað í fjárlögum og jafnframt aukna tekjuöflun hins opinbera með skattlagningu lífeyrisgreiðslna. Um er að ræða samantekt á 27 blaðsíðum.Fréttastofa RÚV byrjaði að fjalla um málið í kvöldfréttum klukkan sex í gær, fimmtudag,  og réðist strax á skýrslu SUS með rangfærslum. Jafnframt má benda á athyglisvert ...