Fullkomið ábyrgðarleysi þingmanna

Þá skilja loks leiðir Sjálfstæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar hins vegar í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan hefur hingað til getað staðið saman og komið í veg fyrir samþykkt samninganna. Þjóðin tapar, skattgreiðendur taka á sig kostnað og ábyrgð á Icesave, og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem bregst í málinu. Tryggur meirihluti er nú fyrir málinu ...

Hvað dvelur orminn langa?

Athygli vekur að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur enn ekki tekið afstöðu til nýja Icesave samningsins. Er eftir einhverju að bíða? Af hverju er þingflokkurinn ekki búinn að ákveða að hafna þessum samningi? Forsendur þess að fyrri samningum var hafnað hafa ekkert breyst; okkur ber ekki að borga. Engin ríkisábyrgð er á innistæðutryggingasjóðnum. Þetta staðfestir rannsóknarnefnd Alþingis í ...

Ríkiisútvarpið skuldar skýringu á “skuld”

Þrátt fyrir vinsamlega tilmæli mín frá 8. desember sl. til Óðins Jónssonar heldur fréttastofa RÚV sig enn við það að kalla Icesave kröfu Breta og Hollendinga “skuld”. Nú síðast í kvöldfréttum sjónvarpsins var það Bolli Ágústsson. Og á vef Ríkisútvarpsins má líka finna þennan texta úr þessari frétt sjónvarpsins: “Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Nýja Landsbankann af ...

Icesave, Búðarhálsvirkjun og 365

Fréttastofa Stöðvar 2 birti sérstaka frétt um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar nú í kvöld. Tengd er saman fjármögnun virkjunarinnar og samþykkt Icesave kröfunnar. Þeir halda því fram að fjármögnun fáist ekki í virkjunarframkvæmdir nema að Íslendingar samþykki Icesave samninginn. Til áherslu var tekið viðtalið við starfsmenn Ístaks við virkjunina og áhorfendur fengu að vita að þeir vildu ...

Icesave “skuld” Ríkisútvarpsins

Þennan tölvupóst sendi ég 8. desember til fréttastjóra Ríkisútvarpsins: “Sæll Óðinn, Um langt skeið hefur fréttastofa RÚV haldið uppi skefjalausum áróðri fyrir samþykki Íslendinga á kröfu Breta og Hollendinga vegna Icesave. Alvarlegasti hluti þess máls, sem að RÚV snýr, er að í sífellu er tönglast á því að verið sé að semja um Icesave "skuld" Íslendinga. Hvað kemur fréttastofu RÚV, ...

Hagsmunasamtök gegn umbjóðendum sínum

Það er eðli flestra, ef ekki allra, hagsmunasamtaka, að vinna að því hörðum höndum að afla félögum sínum einhvers konar hlunninda umfram aðra. Og flest sækja þau á hið opinbera um úthlutun slíkra hlunninda á kostnað neytenda og/eða skattborgara. Það er engin nýlunda að verklýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda vilji senda reikning samninga sinni til hins opinbera ...

Ekkert nýtt í málinu

Höf. 6, 12, 2010 0 Permalink 0

Ekkert hefur breyst í Icesave málinu. Vextirnir skipta ekki máli af skuldbindingu sem okkur ber ekki að greiða. Afborgunartíminn skiptir ekki máli af skuldbindingu sem okkur ber ekki að greiða. Innheimtuárangur skilanefndar þrotabús gamla Landsbankans skiptir okkur ekki heldur máli. Kjörin skipta nákvæmlega engu máli - okkur ber ekki að borga neitt. Ekkert af þessu ætti ...

Grætur Jón gamla samninginn?

Það er nú staðfest, sem Morgunblaðið hélt fram, að Steingrímur J. er búinn að leita til þekktra manna í atvinnulífinu og er byrjaður að undibúa jarðveginn fyrir nýjan Icesave samning. Fyrstur ríður á vaðið Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Hann hefur áður talað fyrir Icesave samningi. Væntanlega telur hann það óheillaskref að kjósendur höfnuðu síðasta samningi með ...

Enn þynnist röksemdafærslan

Fréttastofa Ríkisútvarpsins bregst ekki hlutverki sínu sem sverð og skjöldur núverandi ríkisstjórnar. Í Speglinum í kvöld var rætt við Svan Kristjánsson sem auðvitað er yfir sig hneykslaður á því að forsetinn skuli hafa hafnað staðfestingu á nýju Icesave lögunum. Og ein helsta fréttin í sex fréttum tilvitnun í hann. Svanur segir ákvörðun forseta ekki málefnalega því hún ...

Hvaða skuldbindingar þjóðarinnar?

Höf. 6, 1, 2010 0 , , Permalink 0

Hvernig væri nú að fréttamenn, álitsgjafar og stjórnmálamenn hætti að tala um skuldbindingar Íslendinga á Icesave innlánsreikningunum? Jafnvel þau lög, sem forsetinn hefur nú neitað að staðfesta, taka skýrt fram, að engin viðurkenning er á skuldbindingu hvað þetta varðar. Látum andstæðinga okkar um að tala um skuldbindingar. Nokkuð sem hvergi er hægt að finna stafkrók um. ...

Bravó hr. forseti

Það er rétt að árétta að í pistli frá 31. desember taldi ég fráleitt að forsetinn myndi neita að staðfestu nýju Icesave lögin. Að þurfa að éta þá fullyrðingu ofan í mig er mér sönn ánægja. Bravó hr. forseti. Ég taldi 2004, og tel enn, að forsetinn hafi ekkert með það að gera að neita lögum ...

Forsetinn mun ekki bregðast …

… röngum málstað frekar en fyrri daginn. Nú þegar meirihluti þingmann, þvert á vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, hefur samþykkt útþynnta fyrirvara með Icesave ábyrgðinni, kemur að forseta Íslands að staðfesta lögin. Og þrátt fyrir að yfir 45.000 þúsund íslendingar hafi skrifað undir áskorun InDefence hópsins mun hann ekki hika við að skrifa undir. Nú þarf ekki að ...

Spuninn kominn á fullt

Fulltrúar þess háværa minnihluta þjóðarinnar sem vill samþykkja Icesave ábyrgðina eru nú komnir á fullt í spunanum. Þeir ráða miklum meirihluta fjölmiðla og virðast því fleiri en raun ber vitni í skoðanakönnunum. Skoðanakönnunum sem ítrekað hefur verið reynt að fela í miðlum sem óspart segjast þjóna 319.000 eigendum sínum. Fyrst reyndi Steingrímur J. (on nú nýlega ...

Lesa ríkisfréttamenn ekki blöðin eða vefmiðlana?

Nú í morgun var birt skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið um Icesave ábyrgðina. Í könnuninni kemur fram að um 70% þjóðarinnar vilja Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu og 61,4% telja að breytingarnar sem gerðar voru á fyrirvörum Alþingis á upphaflega frumvarpinu hafi verið til hins verra. Um þessa könnun hefur matt lesa á öllum helstu vefmiðlunum s.s. mbl.is, ...

„Enn er hægt að afstýra stórslysi…”

“Í ljósi þessa er mesta örlagastundin í Icesave-málinu í raun enn eftir. Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingasjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa ...