Umsögn „fræðimanns“ til varðveislu

Hér neðst getur að líta frétt Ríkisútvarpsins frá 26. janúar, en strax þann dag komu fram hugmyndir frá Gunnari Helga Kristinssyni, „skrímslafræðing“ Háskólans, um að hundsa ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings. Hann leggur til að þau 25 sem flest fengu atkvæðin verði skipuð í stjórnlagaþingsnefnd. Röksemdafærslan gegn því að kjósa aftur er yndisleg; í ...

Ráða hér lausnir bananalýðveldisins?

Umræðan um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings er nú komin út og suður. Og allt fer það að óskum spunaliða Samfylkingarinnar með fullum stuðningi Ríkisútvarpsins. Nú er reynt að hanna alls konar ferla í kjölfar ógildingarinnar.  Þeir eiga að hafa það að markmiði að sá hópur, sem ekki hlaut gilda kosningu til stjórnlagaþings, verði einfaldlega kosinn ...

Er óþarfi að fara að lögum?

Hæstiréttur komst að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að kosningar til stjórnlagaþings bæri að ógilda. Engin önnur niðurstaða kom í raun til greina ef dæma átti eftir lögum. Það gilda lög í þessu landi um kosningar. Í umræðum í kjölfar ógildingarinnar ber nokkuð á fráleitri rökræðu. Hún kemur frá stjórnmálamönnum Samfylkingar og VG, og spunaliðum þeirra. Að sjálfsögðu ...

Stjórnarskráin gegn hagsmunasamtökum

Í fyrradag mátti lesa ánægjulega frétt sem laut að stjórnarskránni. Hæstiréttur felldi dóm í máli lítillar útgerðar sem neitaði að greiða tiltekið fjárframlag af hárefnisverði afla til Landssambands smábátaeigenda. Hæstiréttur snéri við dómi Héraðsdóms og taldi að ákvæði laga brytu í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Og rétturinn taldi þetta ákvæði jafnt eiga við ...