Vald spillir og gerræðisvald gerspillir

Í bæði Viðskiptablaðinu og viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 21. mars 2013 má lesa umfjöllun um mál Ingólfs Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Fjármálaeftirlitið vék honum úr starfi haustið 2010 og taldi hann vanhæfan. En í málaferlum sem fylgdu í kjölfarið dæmdi Héraðsdómur Ingólfi í vil, og Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni FME. Þessu til viðbótar hefur umboðsmaður Alþingis úrskurðað að FME hafi brotið ...