Aumt yfirklór fréttamanns

Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, var í gestur í Bítinu á Bylgjunni föstudaginn 16. ágúst í kjölfar ásakana Vigdísar Hauksdóttur um vinstri slagsíðu fréttastofu Ríkisútvarpsins. Enginn þarf að efast um þá slagsíðu, eða stuðning fréttastofunnar við ESB umsóknina, eins og ótal dæmi hafa sýnt á undanförnum árum. En eins og Óðinn Jónsson og Páll Magnússon áður, ...

Hnallþórueftirlitið aftur á stjá

Bann við sölu á heimabökuðu bakkelsi vakti mikla athygli síðastliðið haust. Bannið  er nú aftur komið í umræðuna eftir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sig til og kom í veg fyrir þennan alþekkta vágest inn á heimili Sunnlendinga; heimabakað bakkelsi. Þessi fjáröflunarleið íþrótta- og líknarfélaga hefur verið bönnuð á grundvelli einhverrar reglugerðar frá bákninu í Brussel. Mikið grín ...

Grætur Jón gamla samninginn?

Það er nú staðfest, sem Morgunblaðið hélt fram, að Steingrímur J. er búinn að leita til þekktra manna í atvinnulífinu og er byrjaður að undibúa jarðveginn fyrir nýjan Icesave samning. Fyrstur ríður á vaðið Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Hann hefur áður talað fyrir Icesave samningi. Væntanlega telur hann það óheillaskref að kjósendur höfnuðu síðasta samningi með ...

Minnihlutaræði andskotans

Lýðræðið skilar okkur oft skrítnum niðurstöðum. Núverandi ríkisstjórn var kjörin af hér um bil meirihluta greiddra atkvæða árið 2009, eða 49,7%. En flokkarnir fengu meirihluta akvæða þeirra sem tóku afstöðu eða 51,5%. Það reyndist rétt að “autt er rautt”. Hins vegar hlutu stjórnarflokkarnir aðeins ríflega 42% atkvæða þeirra sem voru á kjörskrá. Við skulum við gefa ...

Hvaða skuldbindingar þjóðarinnar?

Höf. 6, 1, 2010 0 , , Permalink 0

Hvernig væri nú að fréttamenn, álitsgjafar og stjórnmálamenn hætti að tala um skuldbindingar Íslendinga á Icesave innlánsreikningunum? Jafnvel þau lög, sem forsetinn hefur nú neitað að staðfesta, taka skýrt fram, að engin viðurkenning er á skuldbindingu hvað þetta varðar. Látum andstæðinga okkar um að tala um skuldbindingar. Nokkuð sem hvergi er hægt að finna stafkrók um. ...

Þjóðaratkvæði – en bara um ekki neitt

Höf. 4, 12, 2009 0 , , , Permalink 0

Nú er fyrirliði ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingrímur J., búinn að kveða upp úr með það að þjóðaratkvæði á aðeins að viðhafa um málefni sem engu skipta. Ekki má kjósa um “fjárhagslegar skuldbindingar, skatta og þjóðréttarlegar skuldbindingar”. Nú liggur ekkert fyrir um að Icesave sé “þjóðréttarleg skuldbinding”, þvert á móti leikur fullkominn vafi á því hvort ...

Byltingin étur börnin sín

Fáar byltingar hafa étið börnin sín jafn fumlaust og fljótt og svökölluð “búsáhaldabylting”. Með reiðihrópum og ógn var vikum saman mótmælt við Alþingi, Stjórnarráðið, Seðlabankann o.s.frv. Og þingmenn VG hlupu inn og út úr þinghúsinu til að eggja byltingarfólkið og leiðbeina því. Og byltingarsinnunum varð að ósk sinni. Stjórnin fell, efnt var til kosninga og “Nýtt ...

Gengisfall spámanna

Höf. 26, 10, 2009 0 , , , , Permalink 0

Athygli vekur hversu hljótt bágborið gengi íslensku krónunnar hefur farið. Talsmenn Samfylkingarinnar hömruðu á því í kjölfar hrunsins að skipta þyrfti um Seðlabankastjóra og bæta þannig trúverðugleika bankans. Með því mætti lækka stýrivexti og styrkja gengi íslensku krónunnar. Allt með því að fá í bankann „fagmann" bankann eins og það var kallað. Staðreyndin er hins vegar ...