Björn Valur útilokar samstarf við öfgamenn

Höf. 21, 6, 2014 0 , , Permalink 0

Eitthvað virðist fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, Björn Valur, vera að komast til vits og ára samkvæmt frétt á mbl.is þann 21. júní 2014. Eftir honum er haft í fréttinni: Birni Val fannst það merki um styrk að í Reykja­vík og á Ísaf­irði hafi kjörn­ir meiri­hlut­ar úti­lokað sam­starf við ákveðna stjórn­mála­menn. „Við eig­um að setja mark­miðin hærra en ...

Fordómar blaðamanns

Í Morgunblaðinu 12. júní 2014 er frétt af forkosningum í einu kjördæmi í Virginíu. Þar sigraði nánast óþekktur frambjóðandi, hagfræðiprófessorinn David Brat, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni, Eric Cantor. Í stað þess að segja okkur, lesendum Morgunblaðsins, hvað hafi valdið þessum óvæntu úrslitum, er farið í sérkennilega greiningu á hverju þetta kann að breyta fyrir Barack Obama og ...

Pólitík gegnsýrir allt

Týr er með fastan dálk í Viðskiptablaðinu og talar þar máli viðhorfa frjálslyndis, í raunverulegri merkingu þess orðs. Í dálknum 5. júní 2014 er allt moskumálið krufið til mergjar í stuttu máli og komist að einfaldri og augljósri niðurstöðu: „Að mati Týs er þetta mál allt enn eitt dæmi um það hvernig pólitíkinhefur smeygt sér inn í ...

„Einu vil ég lofa strax”

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor verður haldið 9. nóvember. Lítið fer fyrir þessu prófkjöri og líklegt að þegar rólegt er í kringum prófkjör verði það þeir sem fyrir sitja sem helst hagnast. En er ástæða til að verðlauna alla sitjandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Nesinu? Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fór mikið fyrir því gríni ...

Skerum niður, lækkum skatta

Matthew Elliott, annar stofnanda bresku skattgreiðendasamtakanna, kom hingað og hélt skemmtilega og fróðlega fyrirlestra 20. og 21. september. Samtök hans hafa tekið saman margskonar upplýsingar um sóunina hjá hinu opinbera í Bretlandi og sýnt fram á að skera má ríkisútgjöld verulega niður án skerðingar grunnþjónustunnar. Því er líkt farið hér á Íslandi. Hér hefur undanfarin ár ...

Aumt yfirklór fréttamanns

Bogi Ágústsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, var í gestur í Bítinu á Bylgjunni föstudaginn 16. ágúst í kjölfar ásakana Vigdísar Hauksdóttur um vinstri slagsíðu fréttastofu Ríkisútvarpsins. Enginn þarf að efast um þá slagsíðu, eða stuðning fréttastofunnar við ESB umsóknina, eins og ótal dæmi hafa sýnt á undanförnum árum. En eins og Óðinn Jónsson og Páll Magnússon áður, ...

Vald spillir og gerræðisvald gerspillir

Í bæði Viðskiptablaðinu og viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 21. mars 2013 má lesa umfjöllun um mál Ingólfs Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Fjármálaeftirlitið vék honum úr starfi haustið 2010 og taldi hann vanhæfan. En í málaferlum sem fylgdu í kjölfarið dæmdi Héraðsdómur Ingólfi í vil, og Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni FME. Þessu til viðbótar hefur umboðsmaður Alþingis úrskurðað að FME hafi brotið ...

Hnallþórueftirlitið aftur á stjá

Bann við sölu á heimabökuðu bakkelsi vakti mikla athygli síðastliðið haust. Bannið  er nú aftur komið í umræðuna eftir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tók sig til og kom í veg fyrir þennan alþekkta vágest inn á heimili Sunnlendinga; heimabakað bakkelsi. Þessi fjáröflunarleið íþrótta- og líknarfélaga hefur verið bönnuð á grundvelli einhverrar reglugerðar frá bákninu í Brussel. Mikið grín ...

Pólitískur rétttrúnaður í Dýrabæ

Sérkennilega bókagagnrýni gat að líta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 24. apríl sl. Þar fjallaði Árni Matthíasson um nýútkomna bók, Fórnarlambakúltúrinn eftir David G. Green. Af gagnrýni Árna verður enginn nokkru nær um efni bókarinnar, en öðlast hins vegar innsýn í grunnhyggni rökræðu hins pólitíska rétttrúnaðar sem Árni er haldinn. Fórnarlambakúltúrinn fjallar um tilhneigingu vestrænna ríkja til að ...

Fullkomið ábyrgðarleysi þingmanna

Þá skilja loks leiðir Sjálfstæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar hins vegar í Icesave málinu. Stjórnarandstaðan hefur hingað til getað staðið saman og komið í veg fyrir samþykkt samninganna. Þjóðin tapar, skattgreiðendur taka á sig kostnað og ábyrgð á Icesave, og það er Sjálfstæðisflokkurinn sem bregst í málinu. Tryggur meirihluti er nú fyrir málinu ...

Hvað dvelur orminn langa?

Athygli vekur að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur enn ekki tekið afstöðu til nýja Icesave samningsins. Er eftir einhverju að bíða? Af hverju er þingflokkurinn ekki búinn að ákveða að hafna þessum samningi? Forsendur þess að fyrri samningum var hafnað hafa ekkert breyst; okkur ber ekki að borga. Engin ríkisábyrgð er á innistæðutryggingasjóðnum. Þetta staðfestir rannsóknarnefnd Alþingis í ...

Umsögn „fræðimanns“ til varðveislu

Hér neðst getur að líta frétt Ríkisútvarpsins frá 26. janúar, en strax þann dag komu fram hugmyndir frá Gunnari Helga Kristinssyni, „skrímslafræðing“ Háskólans, um að hundsa ógildingu Hæstaréttar á kosningum til stjórnlagaþings. Hann leggur til að þau 25 sem flest fengu atkvæðin verði skipuð í stjórnlagaþingsnefnd. Röksemdafærslan gegn því að kjósa aftur er yndisleg; í ...

Ráða hér lausnir bananalýðveldisins?

Umræðan um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþings er nú komin út og suður. Og allt fer það að óskum spunaliða Samfylkingarinnar með fullum stuðningi Ríkisútvarpsins. Nú er reynt að hanna alls konar ferla í kjölfar ógildingarinnar.  Þeir eiga að hafa það að markmiði að sá hópur, sem ekki hlaut gilda kosningu til stjórnlagaþings, verði einfaldlega kosinn ...

Er óþarfi að fara að lögum?

Hæstiréttur komst að þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að kosningar til stjórnlagaþings bæri að ógilda. Engin önnur niðurstaða kom í raun til greina ef dæma átti eftir lögum. Það gilda lög í þessu landi um kosningar. Í umræðum í kjölfar ógildingarinnar ber nokkuð á fráleitri rökræðu. Hún kemur frá stjórnmálamönnum Samfylkingar og VG, og spunaliðum þeirra. Að sjálfsögðu ...