Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1976. Hætti í háskóla 1978 og vann við sölumennsku á ýmsum byggingavörum allt til þess að vera ráðinn sölustjóri (og síðar framkvæmdastjóri) Teppalands árið 1986. Vann hjá Teppalandi til 1997. Stofnaði þá, ásamt öðrum, félagið Gólfefni ehf. og rak það félag þar til það var selt 2004. Vann síðan um hríð í Englandi, hjá Húsasmiðjunni og Parket og gólf ehf. og frá maí 2010 til loka árs 2015 sem rekstrarstjóri hjá H.G. Guðjónssyni, sem er rekstrardeild innan Húsasmiðjunnar hf.

Tekið þátt í félagsmálum allt frá skólaárum. Inspector Scholae í Menntaskólanum í Reykjavík 1975 – 76. Stjórnarmaður í Heimdalli 1973 – 74 og 1975 -78. Stjórnarmaður í Vöku og ritstjóri Vökublaðsins 1976 – 78. Einn stofnenda Félags frjálshyggjumanna 1979. Hætti að mestu afskiptum af stjórnmálum um 1990, en alla tíð áhugamaður um stjórnmál, hugmyndafræði og hagfræði. Bloggað á Eyjunni öðru hvoru frá 2009.

Formaður Samtaka skattgreiðenda sem stofnuð voru í apríl 2012.

Fjölskylduhagir:

Kvæntist Söru Magnúsdóttir, fjármálastjóra, 1978, og eigum við þrjú börn; Kolbrúnu Ósk (1979), Hönnu Kristínu (1981) og Hjalta Þór (1989).

No Comments Yet.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.