Umhverfisvernd án öfga

Fyrst kom Björn Lomborg með sína frábæru bók, Hið sanna ástand heimsins, árið 2000, þar sem hann tók fyrir og tók fyrir málflutning heimsendaspámannanna. Eco fundamentalismSíðan kom Matt Ridley á síðasta ári með bókina Heimur batnandi fer, sem ekki var síðri. Þar fór hann yfir framfarirnar, sem orðið hafa í krafti frelsisins. Nú hefur Rögnvaldur Hannesson prófessor gefið út bók, Ecofundamentalism, en hún er um öfgar og ofstæki í umhverfisvernd. Rögnvaldur er þó umhverfisverndarsinni eins og við erum auðvitað öll, en vill, að hún sé skynsamleg.

Bók hans er því miður ekki enn til á íslensku eins og rit þeirra Lomborgs og Ridleys, en það er bót í máli, að félagsvísindasvið og hagfræðideild Háskóla Íslands halda fimmtudaginn 8. október ráðstefnu til heiðurs Rögnvaldi, þar sem verður aðallega rætt um þessa nýju bók hans. Gamall kunningi íslenskra frjálshyggjumanna, Julian Morris hjá Reason Foundation, verður annar umsegjenda. Ráðstefnan verður kl. 16.30 í hátíðasal Háskóla Íslands.

(Pistill þessi birtist fyrst á Eyjunni 7. október 2015)

Comments are closed.

%d bloggers like this: