Gaman að ferðast á kostnað annarra

Morgunblaðið 28. mars 2015

Morgunbl. 28. mars 2015

Hvern langar ekki til San Francisco? Svo ekki sé talað um langa ferð til Kanada? Eða bara stutta til Amsterdam? Og allt „ókeypis”. Embættis- og stjórnmálamenn eru duglegir að ferðast á kostnað skattgreiðenda. En hvaða erindi eiga stjórnarmenn Bílastæðasjóðs til San Francisco?

Úr frétt Morgunblaðsins í gær um fyrirhugaða ferð fulltrúa Bílastæðasjóðs í haust:

„Þetta er það sem ráðin hafa verið að gera, skóla- og frístundaráð var að koma frá Kanada úr svona kynnisferð og menningar- og ferðamálaráð fór til Amsterdam í haust. Það skiptir máli á fyrri hluta kjörtímabils að ná saman hópnum um einhverja þekkingu” segir Sóley (Tómasdóttir).

Þetta er svona hópefli með „einhverja” þekkingu að markmiði, allt í okkar boði. Vonandi koma stjórnarmenn til baka uppfullir af þekkingu um gjaldskyldu, stærð bílastæða og annað það sem að gagni má koma.

Jafnvel styrkur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar upp á 800.000.- krónur til „kynfræðslu pörupilta” verður skynsamlega ráðstöfun almannafjár í samanburði við þetta bruðl.

En virðingarleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna fyrir skattfé almennings verður sífellt augljósara, enda geta þeir skákað í því skjólinu að aðhaldið er ekkert.

Upphaflega birt á Eyjunni 29. mars 2015

Comments are closed.

%d bloggers like this: