Góð bók í skóinn

Sjálfsagt er á þessum tíma að vekja aftur athygli á bók sem kom út fyrir skömmu, Heimur batnandi fer (The Rational Optimist) eftir breska metsöluhöfundinn Matt Ridley. Þar lýsir höfundurinn því skýrt og skilmerkilega hvernig maðurinn fór að skera sig út úr öðrum dýrategundum með því að stunda viðskipti. Þannig gátu menn nýtt sér sérhæfinguna og tegundin þróaðist áfram, miklu hraðar en aðrar tegundir. Borgir mynduðust, vísindi blómguðust, lífskjör bötnuðu. Ridley virðist jafnvígur á mannfræði, erfðafræði, líffræði og hagfræði, enda var hann lengi vísindaritstjóri Economist og skrifar enn reglulega um vísindi í Wall Street Journal og The Times. Bókin er stórskemmtileg og afar fróðleg.

Skemmtilegan inngang að bókinni má sjá í TED fyrirlestri Matt Ridleys; When ideas have sex:

Comments are closed.

%d bloggers like this: