Gott efni fyrir ungt frjálshyggjufólk

Frábærlega mikið efni er á Netinu fyrir ungt áhugafólk um frjálshyggju. Tvær góðar heimasíður eru hjá Matt Ridley og Niall Ferguson (sjá líka tengla á blogginu hér). Ridley er dýrafræðidoktor frá Oxford og var lengi vísindaritstjóri Economist, en er nú sjálfstæður rithöfundur og skrifar bækur um vísindi. Hann hélt fyrirlestur hjá Rannsóknarsetri um nýsköpun og hagvöxt (www.rnh.is) og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála sumarið 2012. Ein allra besta bók hans, The Rational Optimist, er væntanleg á íslensku undir heitinu Heimur batnandi fer.

Ferguson er sagnfræðiprófessor í Harvard og Oxford og hefur gert fjölda sjónvarpsþátta. Hann kom til Íslands sumarið 2007, hélt ræðu á hádegisverðarfundi Kaupþings og varaði þá við alþjóðlegri fjármálakreppu. Ein bók Fergusons hefur komið út á íslensku, Peningarnir sigra heiminn, og vonandi verða þær fleiri. En heimasíður þessara tveggja merku rithöfunda eru fullar af góðum athugasemdum.

(Birtist fyrst á Eyjunni 17. júlí 2014)

Comments are closed.

%d bloggers like this: