Þokkalegt hjá Illuga Gunnarssyni

Nú hefur Illugi Gunnarsson gefið út hvítbók um framtíðarstefnuna í menntamálum. Þar eru sett tvö markmið. Annað er að auka læsi og móðurmálskunnáttu á grunnskólastigi. Hitt er að auka hlutfall þeirra, sem stunda eitthvert framhaldsnám, styttings náms til lokaprófs og stefnt að því að draga úr brotthvarfi. Þetta virðast skynsamleg markmið.

Betra hefði verið að Illugi létti aðeins á miðstýringu ráðuneytisins þegar kemur að námsskrá grunnskólans. Auðvitað er óhætt að láta einstökum skólum og skólaskrifstofum eftir að móta eigin námsskrár í samráði við viðskiptavini sína; nemendur og foreldra þeirra. Engin hætta er á því að foreldrar krefðust minni lestrarkennslu og færri tíma í stærðfræði, þvert á móti.

Sérstök ástæða til líka til að fagna drögum að breytingum á grunnskólalögum sem tryggja að sveitarfélögum verði heimilt að semja við einkafyrirtæki um að taka að sér rekstur grunnskóla. Hér er hins vegar líka gengið of skammt Mikilvægt er að tryggja aðkoma einkaaðila að rekstri grunnskóla til að auka valfrelsi, fjölbreytni og framþróun. Og virkja það afl sem helst tryggir okkur öllum góða þjónustu á sem bestu verði: samkeppni.

Betra er þó skref fram á við en tvö aftur á bak.

 

(Birtist fyrst á Eyjunni 21. júlí 2014)

Comments are closed.

%d bloggers like this: