Góðar bækur Uglu

Ég má til með að benda á nokkrar góðar bækur frá Uglu sem hægt er að taka með í sumarleyfið. Ein er Stasiland eftir ástralska rithöfundinn Anna Funder. Hún er um hversdagslífið í Austur-Þýskalandi. Hún hefur verið metsölu- og verðlaunabók um heim allan. Ágætt að benda þessa bók nú þegar Ríkisskattstjóri leggur fram álagningaskrána og sumir réttlæta það sem því að fylgjast beri með skattgreiðslum náungans.

Önnur er Peningar, græðgi og Guð, sem ég reyndar aðstoðaði við útgáfu á. Höfundurinn, Jay Richards, sýnir fram á að fátækt, rangsleiti og umhverfisspjöll séu minnst í frjálsum hagkerfum. Hann leiðir rök að því, að kapítalisminn hvíli á siðferðilegum grunni.

Þriðja bókin er Engan þarf að öfunda eftir Barböru Demick. Hún er líf venjulegs fólks í Norður-Kóreu. Demick tekst að gera mjög fjörlega bók úr sorglegu efni. Við lesendur fáum áhuga og samúð með þessu fólki.

Síðan ætla ég að nefna Peningarnir sigra heiminn eftir Niall Ferguson, sem hann skrifaði samhliða sjónvarpsþáttum um þetta efni. Ferguson er einn snjallasti sagnfræðingur okkar tíma, og hann lýsir mjög skýrt í bókinni hinu vestræna fjármálakerfi. Þessar bækur má allar fá í Bóksölu Andríkis. Þar má einnig sjá mikið af öðrum áhugaverðum bókum til viðbótar þeim sem hér eru taldar upp.

(Birtist fyrst á Eyjunni 26. júlí 2014)

Comments are closed.

%d bloggers like this: