Fer ekki fet fyrir skattgreiðendur …

Margir hafa orðið tiFer ekki fetl að vekja athygli á lítilli frétt í Viðskiptablaðinu frá 30. október. Fjallað er um hugmyndir Kristínar Ástgeirsdóttur um flutning á skrifstofu Jafnréttisstofu á Akureyri. En eins og áður hefur verið fjallað um er leigan á núverandi húsnæði stofnunarinnar óheyrilega dýr.

En þegar í ljós kom að fjárframlög til Jafnréttisstofu yrðu lækkkuð sem samsvaraði lækkun húsaleigukostnaðar var hætt við að flytja. Hugmynd Kristínar hafði verið sú að stofnunin fengi það sem sparaðist í eigin vasa. Í hennar huga kom ekki til greina að standa í þessu veseni öllu saman til að spara fyrir skattgreiðendur þessa lands.

Er nema von að illa gangi að spara í ríkisrekstrinum þegar forstöðumenn ríkisstofnana sjá engan tilgang í að spara nema að fá sjálfir að ráðstafa því sem til sparast?

 

(Birtist fyrst á Eyjunni 4. nóvember 2014)

Comments are closed.

%d bloggers like this: